• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Eigendur Fangs hafa óskað eftir því við Verkalýðsfélag Akraness að hefja viðræður um nýjan fyrirtækjasamning Starfsmenn Fangs
28
Jul

Eigendur Fangs hafa óskað eftir því við Verkalýðsfélag Akraness að hefja viðræður um nýjan fyrirtækjasamning

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá var Verkalýðsfélag Akraness búið að ákveða að vísa ágreiningi við eigendur Fangs fyrir félagsdóm.  Ágreiningurinn byggðist á því að starfsmenn Fangs hafa unnið eftir sérkjarasamningi Íslenska járnblendifélagsins, en sá samningur rann út 30. nóvember 2004.  Eigendur Fangs halda því fram að kjarasamningur á hinum almenna vinnumarkaði sem undirritaður var 7. mars 2004 gildi fyrir starfsmenn Fangs eftir að sérkjarasamningurinn rann út.   Þessu hefur Verkalýðsfélag Akraness alfarið hafnað og talið fráleitt.  Því ákvað félagið í samráði við starfsmenn að fara með málið fyrir félagsdóm þar sem eigendur fyrirtækisins höfnuðu að ræða við stéttarfélagið um nýjan kjarasamning.  Nú hafa forsvarsmenn Fangs óskað eftir því við Verkalýðsfélag Akraness að ágreiningurinn fari ekki fyrir félagsdóm. Heldur vilja forsvarmenn fyrirtækisins að deiluaðilar setjist niður og reynt verði að ná niðurstöðu sem stéttarfélagið og starfsmenn geta sætt sig við.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image