• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
31
Jul

Verkalýðsfélag Akraness innheimti vangreidd laun upp á 1.5 milljón króna fyrir fyrrverandi starfsmenn Knarrar ehf

Fyrrverandi starfsmenn Knarrar ehf leituðu til Verkalýðsfélags Akraness  vegna vangreiddra launa, en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta í desember 2004.  Óskuðu starfsmennirnir eftir aðstoð stéttarfélagsins við að ná launum sínum út hjá fyrirtækinu.  Ekki reyndust neinar eignir vera í þrotabúi Knarrar ehf.  Verkalýðsfélag Akraness gerði því kröfu á ábyrgðarsjóðlauna fyrir hinum vangreiddu launum starfsmanna.  Á föstudaginn barst  síðan greiðsla frá ábyrgðarsjóðlauna til fyrrverandi starfsmanna Knarrar og náði stéttarfélagið að koma greiðslum til allra starfsmanna fyrir verslunarmannahelgi.  Voru starfsmenn afar þakklátir stéttarfélaginu fyrir þessa þjónustu sem félagið býður upp á.  Þjónustan er starfsmönnunum Knarrar að sjálfsögðu að kostnaðarlausu.  Það getur skipt miklu máli að vera í öflugu stéttarfélagi, eins og dæmin sanna !

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image