• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
Jun

Góður kynningarfundur sem Laugarfiskur hélt með bæjarbúum

Kynningafundur á vegum forsvarsmanna Laugafisks var haldinn í dag og hófst fundurinn kl 17:30.  Tilgangur með fundinum var að  kynna fyrir bæjarbúum hvað fyrirtækið hefur verið að gera til að sporna við þeirri lyktarmengun sem hefur verið að angra þá sem búa í næsta nágrenni við fyrirtækið.   Það voru viss vonbrigði hvað fáir sáu sér fært að mæta á fundinn en heildarfjöldi fundarmanna var 17 og þar af voru fulltrúar frá fyrirtækinu 5.  Verkalýðsfélag Akraness telur samt sem áður að fundurinn hafi verið afar gagnlegur og  voru allir fundarmenn sammála um að sameinast í að finna lausn á vandamálinu.  Ekki er ólíklegt að boðað verði til annars kynningafundar í haust þegar þær rannsóknir sem fyrirtækið er að láta vinna að liggja fyrir.   Eftir fundinn fóru allir sem voru á fundinum  niður að fyrirtækinu til að kanna hvor einhver lyktmengun væri til staðar þessa stundina, og reyndist svo ekki vera í þetta sinn.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image