• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Ekki tókst að ganga frá nýjum kjarasamningi fyrir starfsmenn Klafa í dag Starfsmenn Klafa á fundi með formanni félagsins
10
Jun

Ekki tókst að ganga frá nýjum kjarasamningi fyrir starfsmenn Klafa í dag

Ekki tókst að klára nýjan kjarasamning í dag fyrir starfsmenn Klafa eins og vonir stóðu til.  Samningsaðilar funduðu samfellt í 7 klukkustundir og voru aðilar sammála um að fresta viðræðum fram á mánudag.  Þar sem ljóst var orðið að samningsaðilar myndu ekki ná að klára þá vinnu sem eftir væri.  Það reyndist mun tímafrekara að samræma þann samningstexta sem verður í hinum nýja kjarasamningi Klafa, heldur en samningsaðilar reiknuðu með.  Eru aðilar sammála um að gefa sé þann tíma sem þarf, og að vanda þurfi þessa vinnu eins og kostur er.  Einnig tafði það töluvert fyrir í dag að upp kom ágreiningur um hvernig fyrirkomulagið á hinu nýja bónuskerfi skuli vera.   Vonandi mun takast að  leysa þann ágreining strax eftir helgi, það er alla vega von Verkalýðsfélags Akraness.  Samningsaðilar ætla að funda strax eftir helgi og vonir standa til að hægt verði að landa nýjum samningi á mánudaginn n.k.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image