• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
19
May

Bæjarráð Akraness telur mikilvægt fyrir samfélagið á Akranesi að lausn finnist í málefnum Laugafisks

Formaður félagsins fundaði með bæjarráði í dag.  Það sem var eina helst til umræðu á þessum fundi var sú  alvarlega staða sem upp er komin í málefnum Laugafisks.   Ákvörðun sem heilbrigðisnefnd Vesturlands tók 27. apríl sl og fólst í því að forsvarsmönnum Laugarfisks væri skylt að draga úr starfssemi sinni um 50% yfir sumarmánuðina.  Var sú ákvörðun heilbrigðisnefndar byggð á kvörtunum vegna lyktarmengunar.    Á fundinum  í dag  lýsti Verkalýðsfélag Akraness yfir verulegum áhyggjum sínum vegna þessar ákvörðunar heilbrigðisnefndarinnar.  Benti formaður félagsins bæjarráðsmönnum á, að forsvarsmenn Laugafisks telja að rekstrargrundvelli fyrirtækisins sé verulega ógnað með þessari ákvörðun heilbrigðisnefndar Vesturlands.  Ekki fór á milli mála að bæjarráð Akraness skilur áhyggjur félagsins mæta vel.  Fram kom í máli bæjarráðsmanna að nauðsynlegt væri að aðilar málsins reyndu að finna viðunandi lausn sem fyrst.   Það var greinilegur vilji bæjarráðs að málefni Laugafisks fái farsæla lausn, þannig að fyrirtækið geti starfað í sátt við sitt nánasta umhverfi.  Bæjarráð ákvað einnig að kalla eftir gögnum frá heilbrigðisnefnd Vesturlands og mun að öllum líkindum funda með forsvarsmönnum Laugafisks strax í næstu viku.  Verkalýðsfélag Akraness fagnar viðbrögðum bæjarráðs í málefnum Laugafisks.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image