• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
May

Fundað var með Launanefnd sveitarfélaga hjá sáttasemjara í gær

Formaður félagsins fundaði með samninganefnd sveitarfélaga í gær í húsakynnum ríkissáttasemjara.  Það voru sérkröfur sem Verkalýðsfélag Akraness hefur lagt fram í núverandi kjaraviðræðum við Launanefnd sveitarfélaga sem var til umræðu á þessum fundi.   Í ljós hefur komið að félagsmenn í Starfsmannafélaginu hafa í nokkrum tilfellum betri kjör heldur en félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.  Þó svo að um sömu störf sé um að ræða.  Við það mun Verkalýðsfélag Akraness ekki una.  Formaður félagsins hefur gert bæjarráði Akraneskaupstaðar grein fyrir þessum mismun.   Fulltrúar bæjarráðs voru sammála að mismunur á launakjörum á milli stéttarfélaga fyrir sömu störf væri óeðlilegt .  Vilji er hjá bæjarráði að þessi mismunur verði lagfærður í nýjum kjarasamningi sem verið er að vinna að.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image