• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
31
May

Verðkönnun gerð í matvöruverslunum á Akranesi, 30% munur á vörukörfunni

Rúmlega 30% verðmunur var á hæsta og lægsta verði á matvörukörfu samkvæmt verðkönnun sem Verkalýðsfélag Akraness gerði fyrir verðlagseftirlit ASÍ í matvöruverslunum á Akranesi sem var framkvæmd var miðvikudaginn 25. maí síðast liðinn.  Dýrust var karfan í Samkaupum- Strax, kr 4.770 en ódýrust í Nettó, kr 3.661.  Þrjár verslanir tóku þátt í könnuninni á Akranesi Nettó, Samkaup-Strax og Skagaver.  Verslun Einars Ólafssonar neitaði þátttöku.  

Karfan í Nettó kostaði                          3.661 kr

Karfan í Skagaveri kostaði                   4.138 kr

Karfan í Samkaupum-Strax kostaði      4.770 kr 

Stjórn félagsins hefur ákveðið að taka upp reglulegt verðlagseftirlit í verslunum á Akranesi, enda mikið hagsmunamál fyrir félagsmenn. 

Hægt er að skoða alla verðkönnuna með því að smella  á  Verðkönnun 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image