• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
06
Mar

Stjórn orlofssjóðs fór og kynnti sér ástandið í sumarbústöðum félagsins

Stjórn orlofssjóðs fór í alla sumarbústaði sem eru í eigu félagsins  og kynnti sér ástand þeirra og hvað þyrfti að lagfæra áður en sumarúthlutunin hæfist.  Það er mat stjórnar orlofssjóðs að  ástand bústaðanna sé í nokkuð góðu lagi, samt er alltaf eitthvað sem þarf að lagfæra.   Það er nú þegar búið að mála (lakka) þrjá bústaði að innan þ.e í Hraunborgum, Svínadalnum og í Húsafelli.  Einnig hefur verið ákveðið að setja nýtt parket á bústaðin í Húsafelli fljótlega.  Í bústaðnum í Svínadal verður skipt um eldavél og ísskáp svo eitthvað sé nefnt.  Einnig eru nokkur smáatriði sem þarf að lagfæra í  flestum bústöðunum.  Það er gríðarlega mikilvægt að allir sem einn gangi vel um bústaðina þetta eru jú eigur okkar allra sem erum félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness.  Því miður ganga einstaka félagsmann ekki nægilega vel um.  Rétt er það það komi skýrt fram að lang flestir félagsmenn ganga mjög vel um og skila bústöðunum í góðu ásigkomulagi.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image