• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
08
Mar

Fundað vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við Íslenska járnblendifélagið

Samningafundur var haldinn í dag vegna kjaradeilu stéttarfélaganna við Íslenska járnblendifélagið, fundað var í matsal starfsmanna.   Til fundarins voru boðaðir allir í samninganefnd stéttarfélaganna ásamt trúnaðartengiliðunum.  Fyrir hönd fyrirtækisins voru allir forsvarsmenn fyrirtækisins mætir, ásamt Hannesi Sigurðssyni og Ragnari Árnasyni frá Samtökum atvinnulífsins.  Niðurstaðan af fundinum var sú að deiluaðilar myndu einblína á að reyna að leysa þau atriði sem starfsmenn eru hvað mest ósáttir með t.b róteringu, kaupauka og bónusmál.  Það kom skýrt fram hjá forsvarsmönnum Íj að fyrirtækið er ekki tilbúið  að auka kostnaðarþátt samningsins, meira heldur enn þeir væru í raun og veru búnir gera.  Þeir voru samt sem áður tilbúnir til að skoða nokkur atriði nánar.   Ætla deiluaðilar að funda  um kaupaukana á fimmtudaginn og róteringuna á föstudaginn, vonandi finnst einhver lausn á þessum tveimur atriðum á þessum fundum.  Ríkissáttasemjari lagði áherslu á að deiluaðilar verði komnir með þessi ágreiningsatriði á hreint þegar deiluaðilar funda aftur, en til hans hefur nú þegar verið boðað og verður sá fundur haldinn í húsakynnum sáttasemjara  mánudaginn 14 feb.  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image