• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Mar

Niðurstaða náðist um róteringuna við framleiðslustjóra Íslenska járnblendifélagsins

Fundað var með aðstoðarforstjóra og framleiðslustjóra Íslenska járnblendifélagsins í gær.  Tilefni fundarins var að ræða róteringu ofngæslumanna sem og samskiptamálin á milli starfsmanna og stjórnenda sem hafa því miður ekki verið nægilega góð á liðnum árum.  Það er skemmst frá því að segja að forsvarsmann Íj komu með ýmsar góðar tillögur sem leitt gætu til bættrar samskipta milli aðila.  Verkalýðsfélag Akraness finnur fyrir verulegri stefnubreytingu hjá stjórnendum íj, og er þessi stefnubreyting klárlega til góðs fyrir starfsmenn Íslenska járnblendifélagsins.  Gengið var frá samkomulagi við framleiðslustjóra ÍJ um flýtingu starfsmanna á milli starfsstöðva (róteringu).  Samkomulagið  er fólgið í því að ofngæslumenn færast á milli starfa á eins mánaðar fresti í stað þriggja áður.

Vissulega vildu starfsmenn róterast á milli starfa á einnar tarnar fresti, þetta er hins vegar niðurstaðan og eru trúnaðartengiliðir  nokkuð sáttir með þessa niðurstöðu því, komið hefur verið töluvert til móts við vilja starfsmanna .  Rótering var eitt af þeim málum sem starfsmenn voru afar óánægðir með og vildu knýja fram breytingu á.  Nú  eru nokkur atriði eftir sem deiluaðilar eru að reyna að finna lausn á t.b kaupaukum sem og bónus starfsmanna.  Verkalýðsfélag Akraness óskaði eftir því við trúnaðartengiliðina að þeir kæmu með á fundinn sem verður haldinn   hjá ríkissáttasemjara á mánudaginn kemur, það er mikilvægt að trúnaðartengiliðirnir séu með á lokasprettinum.  Einnig er nauðsynlegt fyrir Verkalýðsfélag Akraness  að hafa trúnaðartengiliðina með til aðstoðar við ákvörðunartöku á þeim ágreiningsatriðum sem eftir eru .   Vonandi tekst  að ganga frá nýjum kjarasamningi við Íslenska járnblendifélagsins á mánudaginn kemur.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image