• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Feb

Undirritaður var nýr kjarasamningur við Íslenska járnblendifélagið í dag

Gengið var frá  nýjum kjarasamningi við forsvarsmenn Íslenska járnblendifélagsins á fimmta tímanum í dag.  Heildarkostnaðarmat samningsins er 20,36% á samningstímanum.  Samningurinn gildir frá 1. desember 2004 og til 30. nóvember 2008.  Það sem er nýtt í þessum kjarasamningi er að það er tekið upp nýtt bónuskerfi sem samningsaðilar eru sammála um að geti gefið starfsmönnum 2,2% á árinu 2005 og væntingar eru um að bónusinn verði farinn að gefa um 5,64% árið 2006.  Gamla bónuskerfið verður lagt niður og meðaltalsbónus síðustu ára upp á 5,44% verður fluttur inn í launataxta.  Það á að vera búið að greiða atkvæði um nýjan samning fyrir kl. 16:00, fimmtudaginn 17. febrúar n.k.  Farið verður í kynningu á kjarasamningnum á næstu dögum.  Formaður félagsins hefur fundað 48 sinnum þar af 16 sinnum hjá ríkissáttasemjara, vegna þessa nýja kjarasamnings við Íslenska járnblendifélagið.  Það er alveg hægt að fullyrða að gríðarleg vinna og orka hefur farið í þessa kjaradeilu.  Verkalýðsfélag Akraness vill þakka trúnaðarmönnum Íj kærlega fyrir þeirra framlag  sem hefur verið ómetanlegt, því að gegna starfi trúnaðarmanns getur verið afar vanþakklátt starf.  Einnig vill  Verkalýðsfélag Akraness þakka ríkissáttasemjara fyrir hans dyggu stjórn í þessum viðræðum og einnig hans góða starfsfólki fyrir gott samstarf.

Helstu atriði kjarasamningsins eru:

  • Samningurinn gildir frá 1.des 2004 til 30. nóv 2008
  • Nýtt bónuskerfi byggist á tveimur þáttum þ.e nýtingarbónus sem getur gefið frá 0% til 4,5% og öryggis-og unhverfisbónus sem getur gefið frá 0% til 2,5%
  • Samningsaðilar eru sammála um að nýi bónusinn gefi starfsmönnum 2,2% árið 2005 og verði farinn að gefa um 5,64% 2006
  • Gamli bónusinn fluttur inn í launataxta 5,44% meðaltal síðustu ára.
  • Kaupaukar felldir inn í launataxta 3% (voru að meðaltali 2,85% áður) 
  • Byrjunarlaun hjá ofngæslumanni hækkar úr 119.942 í 134.494 (grunnlaun) 12% hækkun
  • 10 ára launataxti hjá ofngæslumanni hækkar úr 141.532 í 158.702. (grunnlaun) 12% hækkun
  • Byrjunarlaun hjá dagmanni hækkar úr 129.097 í 144.761 (grunnlaun) 12% hgækkun
  • Dagmaður á með 10 ára starfsreynslu hækkar úr 152.334 í 170.817 (grunnlaun) 12% hækkun
  • Hækkanir á samningstímanum eru 1. jan 2006 3%,      1. jan 2007 2,5%, 1. jan 2008 2.25%
  • Orlofsuppbót var 83.968 verður 91.398
  • Desemberuppbót var 83.968 verður 91.398
  • Endurskoðunarákvæði bónuskerfa.
  • Hækkun iðgjalds í samtryggingarsjóð 2% á samningstímanum
  • Greitt verður í starfsmenntasjóði 0.15%
  • Eingreiðsla vegna niðurfellingar á hagnaðarhlutdeild 40.000 þúsund
  • Gildistaka nýrra bónuskerfa er 1. febrúar 2005.  Fyrstu greiðslur skv. nýjum bónuskerfum eru þ.a.l. 15. mars.  Í ljósi þess greiðist hverjum starfsmanni 15.000 þús eingreiðsla í launaútborguninni 15. mars.
  • Samningsaðilar gerðu bókun um starfstengt nám (stóriðjuskóla) ætla samningsaðilar að kanna upptöku á slíku námi.
  • Yfirlýsing um að ekki verði um úthýsingu á samningstímanum að ræða.
  • Ýmsar bókanir og yfirlýsingar fylgja samningum

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image