• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Apr

Kynningar á nýjum kjarasamningi Norðuráls hafnar á fullu

Formaður byrjaði daginn snemma í morgun og var mættur upp í Norðurál kl. 6:30 til að kynna nýjan kjarasamning fyrir starfsmönnum sem voru að ljúka næturvöktum. Að þeirri kynningu lokinni kynnti hann samninginn fyrir þeim sem voru að koma á dagvakt. Fór formaður ítarlega yfir innihald samningsins og var ekki annað að skynja en að starfsmenn virtust almennt vera ánægðir með það sem samningurinn innihélt þó ugglaust sé það alltaf þannig að menn vilji "meira."

Samningurinn er að skila um eða yfir 50.000 kr. launahækkun eða 6,15% til allra starfsmanna á fyrsta ári og síðan er hann tengdur við launavísitölu Hagstofunnar og það sama á við um aðrar launabreytingar eins og orlofs- og desemberuppbætur. Formaður mun síðan síðar í dag kynna samninginn fyrir vöktunum sem eru að fara á kvöldvakt og ljúka síðan kynningunum á morgun 15. apríl kl. 17 með kynningu í Bíóhöllinni á Akranesi fyrir þær vaktir sem eru í vaktafríi.

Hægt er að skoða kynninguna hér og eru starfsmenn hvattir til að hafa samband við formann eða trúnaðarmenn ef einhverjar spurningar vakna. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image