• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Oct

Verkalýðsfélag Akraness er 98 ára í dag

Í dag fagnar Verkalýðsfélag Akraness 98 ára afmæli en félagið var formlega stofnað í Báruhúsinu á Akranesi þann 14. október 1924. Þar var lagður mikilvægur grunnur að sterku félagi sem hefur vaxið og dafnað í gegnum miklar samfélagslegar breytingar í næstum heila öld og ber aldurinn vel. 

Þrátt fyrir allar þær breytingar sem hafa orðið á lífskjörum fólks og atvinnuháttum eru meginverkefni Verkalýðsfélags Akraness að mestu leyti þau sömu og í upphafi - að bæta hag félagsmanna sinna og vinna þannig gegn óréttlæti og misskiptingu. Til að ná árangri í kjarabaráttu skiptir samstaða öllu máli og það eru félagsmennirnir sem mynda þá mikilvægu heild sem skapar slíka samstöðu á hverjum tíma fyrir sig.

Til hamingju með daginn!

 

 

 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image