• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
06
Oct

Komandi kjarasamningar

Starfsgreinasamband Íslands er búið að halda fjóra fundi með Samtökum atvinnulífsins þar sem hin ýmsu mál hafa verið rædd en það skal alveg segjast eins og er að það mun ekki fara fullur kraftur í þessar viðræður að mati formanns SGS fyrr en að afloknu þingi Alþýðusambands Íslands sem hefst þann 10. október og stendur til 13. október. Starfsgreinasambandið lagði fram kröfugerð 11. júní þannig að okkar viðsemjendur hafa haft góðan tíma til að meðtaka hana og fara yfir hana. En það er ljóst miðað við þær gríðarlegu kostnaðarhækkanir sem launafólk hefur þurft að þola að undanförnu í formi vaxtahækkana, hækkunar á matarverði, bensínverði og öðrum kostnaði sem sérhvert heimli þarf að standa straum af að það mun verða erfitt að ná saman.

 

Það liggur fyrir að greiðslubyrði þúsunda heimila hefur aukist um tugi þúsunda um hver mánaðarmót vegna vaxtahækkana Seðlabankans og það liggur fyrir samkvæmt úttekt sem Alþýðusambandið gerði á útgjöldum heimilanna að nánast allur ávinningurinn af því sem náðist í lífskjarasamningnum er horfinn vegna þessara kostnaðarhækkana. Það er og verður hlutverk verkalýðshreyfingarinnar að verja stöðu launafólks og það verður gert með krafti í komandi kjarasamningum ef þurfa þykir.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image