• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
06
Sep

Formannafundur SGS var haldinn í gær

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands var haldinn í gær á Hótel Natura þar sem farið var yfir hin ýmsu mál. Að sjálfsögðu voru komandi kjarasamningar þar efst á baugi. Það kom skýrt fram hjá formönnum að staðan í komandi kjaraviðræðum er snúin enda liggur fyrir að þær gríðarlegu kostnaðarhækkanir sem orðið hafa á öllum sviðum hafa áhrif á lífskjör félagsmanna. Það má segja að þessi misserin sé að skapast sannkölluð lífskjarakrísa. Leigurverð hefur hækkað mikið, vextir sömuleiðis sem og allar nauðsynjavörur og það er samróma álit formanna SGS að bæta þurfi stöðu félagsmanna eins og kostur er í komandi kjaraviðræðum.

 

Einnig kom nýráðinn framkvæmdastjóri, Björg Bjarnadóttir, á fundinn og kynnti sig. Óskuðu formenn henni til hamingju með starfið með ósk um gott samstarf.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image