• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
13
Jun

Sjómannadagurinn

Verkalýðsfélag Akraness vill óska öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju með daginn.

Sjómannadagurinn byrjaði á minningarorðum við minningarreit um týnda sjómenn í kirkjugarðinum hér á Akranesi, en þar var lagður blómsveigur til minningar um þá sjómenn sem ekki hafa fundist og hvíla hina votu gröf.

Að lokinni minningarstundinni var haldinn guðsþjónusta í Akraneskirkju sem var virkilega falleg, en þar var íslenskum sjómönnum þakkað þeirra frábæra framlag til gjaldeyrisöflunar fyrir þjóðarbúið. Að lokinni guðsþjónustunni var haldið að Akratorgi þar sem blómsveigur var lagður að styttu sjómannsins til minningar um látna sjómenn.

Það er mikilvægt fyrir almenning í þessu landi að þakka og sýna íslenskum sjómönnum virðingu fyrir þeirra störf sem eru oft á tíðum hættuleg og við krefjandi aðstæður, en eitt er víst að íslenskt samfélag væri ekki jafn sterkt ef ekki væri fyrir þá gjaldeyrisöflun sem sjómenn og fiskvinnslufólk skapar dag hvern.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image