• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
Frá þingi SGS í mars Frá þingi SGS í mars
25
May

Kjaramálaráðstefna SGS haldin á Hótel Örk

Kjaramálaráðstefna Starfsgreinasambands Íslands var haldin á Hótel Örk dagana 23. og 24. maí. Þar var unnið að drögum að komandi kröfugerð vegna kjarasamninganna sem losna í haust.

Það er skemmst frá því að segja að öll aðildarfélög SGS hafa nú þegar skilað umboði og kröfugerðum til SGS að undanskildum Stéttarfélagi Vesturlands og Eflingu. Ástæðan fyrir því að Efling hefur ekki skilað umboði og kröfugerð er vegna aðstæðna í félaginu en mikil vinna er við að koma skipulagi á starfsemi félagsins og því dregst hjá þeim að geta gengið frá sinni kröfugerð. Að sjálfsögðu er tekið tillit til slíkra aðstæðna en tíminn mun leiða í ljós hvort Efling muni ekki örugglega koma með okkur í komandi kjaraviðræður og telur formaður umtalsverðar líkur á að svo verði.

Það var ánægjulegt að sjá að mikill samhljómur var í kröfugerðum aðildarfélaga SGS en fyrri dag ráðstefnunnar gerðu formenn aðildarfélaga SGS grein fyrir kröfugerðum frá sínum félögum og eins og áður sagði voru kröfugerðirnar margar hverjar samhljóma.

Það sem stóð upp úr var að flestir vilja halda áfram með þá hugmyndafræði sem byggð var upp í lífskjarasamningnum sem undirritaður var í apríl 2019 og mun kröfugerð SGS væntanlega endurspegla þá hugmyndafræði. En það er ljóst að aðkoma stjórnvalda að kjarasamningunum í haust þarf að vera umtalsverð eins og hún var 2019. Því er mikilvægt að þríhliða viðræður eigi sér stað, það er að segja atvinnurekendur, verkalýðshreyfingin og stjórnvöld, ef á að vera hægt að ganga frá kjarasamningum í haust.

Gengið verður endanlega frá kröfugerðinni 8. júní en þá verður fundur haldinn á Grand Hóteli þar sem kosið verður um kröfugerðina og kosið í viðræðunefnd sem og tilkynnt hverjir munu leiða hvern hóp fyrir sig.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image