• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
10
Mar

Verkalýðsfélag Akraness veitir úkraínsku flóttafólki neyðaraðstoð

Stjórn Verkalýðsfélags Akraness fordæmir innrás Rússlands í frjálst og fullvalda ríki Úkraínu sem er skýrt brot á alþjóðalögum og við styðjum allar friðsamlegar aðgerðir sem bundið geta enda á stríðið.

Stjórn Verkalýðsfélag Akraness telur á grundvelli mannúðarsjónarmiða að félaginu sé skylt að bregðast við og aðstoða flóttafólk sem hingað kemur vegna stríðsástandsins sem nú geisar í þeirra landi. Stjórn VLFA hefur því ákveðið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar við móttöku úkraínsk flóttafólks til Íslands með fjárstuðningi og með því að lána tímabundið sumarhús sitt í Ölfusborgum í þetta brýna verkefni.

Auk þessa mun félagið styrkja hjálparstarf vegna flóttafólksins frá Úkraínu um eina evru fyrir hvern félagsmann eða um 500.000 kr.

Stjórn VLFA skorar jafnframt á önnur stéttarfélög hér á landi að leggja sín sumarhús t.d. í Ölfusborgum fram í þetta mannúðarverkefni En í Ölfusborgum eru 38 heilsárs sumarhús fullbúin og klár til notkunar ef þörf er á.

Það er mat stjórnar VLFA að mikilvægt sé að verkalýðshreyfingin sé samstíga í að bjóða fram þessa aðstoð, en með samstilltu átaki stéttarfélaga í Ölfusborgum væri hægt að skapa 38 fjölskyldum eða um 190 manns húsaskjól. Stjórn VLFA er sannfært um að það væri líka styrkur og stuðningur fyrir þetta fólk að vera allt saman á sama stað, enda getum við vart sett okkur í spor þessa fólks.

Á grundvelli mannúðar og manngæsku eigum við í verkalýðshreyfingunni að bjóða m.a. fram þennan möguleika að lána byggðina í Ölfusborgum til að hjálpa þessu fólki sem er að takast á við hörmungar sem ekkert okkar getur ímyndað sér, en eins og fram hefur komið í fréttum er flóttafólk frá Úkraínu að meirihluta konur og börn.

Samþykkt af stjórn Verkalýðsfélags Akraness 9. mars 2022.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image