• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
16
Feb

Sólveig Anna Jónsdóttir kjörinn formaður Eflingar!

Formaður vil byrja á því að óska Sólveigu Önnu Jónsdóttur og hennar fólki á Baráttulistanum innilega til hamingju með glæsilegan sigur og það þrátt fyrir að þessi kosningabarátta hafi verið ein sú hatramasta og ógeðfelldasta sem sést hefur í kosningum á Íslandi fyrr og síðar.

Það er ljóst í huga formanns að þessar kosningar munu klárlega hafa einnig áhrif á framtíðarstefnu ASÍ og Starfsgreinasamband Íslands enda byggist valdahlutföll inná þingum ASÍ og SGS á svokölluðu fulltrúalýðræði.

Allir sem hafa fylgst með verkalýðsbaráttunni á liðnum vikum sjá og heyra að það er klofningur í verkalýðshreyfingunni og þessi sigur Sólveigar mun að mínum dómi gera það að verkum að umtalsverðar breytingar munu eiga sér stað á æðstu forystu bæði innan Alþýðusambands Íslands og Starfsgreinasambands Íslands.

Það liggur fyrir að Efling, VR, Verkalýðsfélag Akraness, Grindavíkur og Framsýn unnu þétt saman við gerð lífskjarasamningsins árið 2019 og er það óumdeilt skv. öllum kjararannsóknum að sá kjarasamningur skilaði launafólki góðri niðurstöðu. Vissulega má alltaf gera betur enda lýkur réttindabaráttu launafólks aldrei.

Það er einnig ljóst að þessi félög og ugglaust fleiri munu þétta raðir sínar enda mynda þau meirihluta innan ASÍ og SGS. Þessar kosningar í Eflingu munu að mínu mati leiða til þess að það verður ekki látið átölulaust að áhrif þessa meirihlutahóps endurspegli ekki að einhverju leyti stefnu og markmið og æðstu forystu ASÍ og SGS. 

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image