• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
17
Jan

24 milljónir greiddar út úr Félagsmannasjóði til starfsmanna Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðasveitar og Hjúkrunar-og dvalarheimilsins Höfða

Í síðasta kjarasamningi Verkalýðsfélags Akraness við Samband íslenskra sveitarfélaga var samið um svokallaðan félagsmannasjóð. Sá sjóður byggist á því að samningsaðilar sem eru í þessu tilfelli Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit og hjúkrunar- og dvalarheimlið Höfði greiða sem nemur 1,5% af heildarlaunum starfsmanna inn í þennan sérstaka sjóð. Í samningnum var síðan kveðið á um að útgreiðsla úr sjóðnum skyldi eiga sér stað einu sinni á ári eða í febrúar ár hvert og núna er komið að því að greiða úr sjóðnum til félagsmanna í annað sinn.

Núna eru það rétt tæplega 600 félagsmenn sem starfa eftir umræddum kjarasamningi sem fá bréf sent til sín í vikunni og mun greiðsla til þeirra berast á í byrjun febrúar.

Heildarupphæð sem greidd verður út úr félagssjóði er um 24 milljón króna en aðili sem hefur verið í 100% starfi getur verið að fá á bilinu 70.000 til 100.000 kr. og hlutfallslega eftir starfshlutfalli, en hæsta einstaka greiðslan nemur 153 þúsundum en flestir eru að fá á bilinu 50-60.000 kr.

Verkalýðsfélag Akraness fer aðra leið heldur en önnur stéttarfélög hafa gert en eftir upplýsingum VLFA framkvæma önnur félög þetta með þeim hætti að félagsmaðurinn þarf að sækja um umrædda greiðslu og ef hann ekki gerir það á hann á hættu að greiðslan detti niður dauð. VLFA hinsvegar fer allt aðra leið sem er fólgin í því að félagið greiðir öllum greiðsluna og enginn þarf að sækja um enda var það megintilgangur með þessu 1,5% framlagi að það kæmi að fullu til skila til starfsmanna. Félagið greiðir út eftir iðgjaldaskilum sveitarfélaganna og ítrekar að enginn þarf að sækja um heldur sér félagið alfarið um að koma greiðslunum til þeirra sem eiga rétt á þeim samkvæmt gildandi kjarasamningi félagsins við Samband íslenskra sveitafélaga

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image