• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
02
Jun

Kjör hjá Snók og Klafa hækka eins og um var samið hjá Elkem

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá gekk félagið frá kjarasamningi við Elkem Ísland fyrir nokkrum dögum en kosningu um kjarasamninginn lýkur í dag.

Það er skemmst frá því að segja að það eru fleiri fyrirtæki sem tengjast kjarasamningnum við Elkem en það eru tvö fyrirtæki sem þjónusta Elkem á Grundartanga sem taka mið af þeim launum og réttindum sem samið er um í samningi við Elkem.

Þetta eru þjónustu- og verktakafyrirtækin Snókur og Klafi en þessi fyrirtæki munu hækka laun sín eins og samið var um í umræddum kjarasamningi við Elkem.

Grunnlaun munu hækka með eftirfarandi hætti hjá Snók og Klafa:

  • 1. janúar 2021 5,8%
  • 1. janúar 2022 5,8%
  • 1. janúar 2023 hækka laun sem nemur 95% af launavísitölunni
  • 1. janúar 2024 hækka laun sem nema 95% af launavísitölunni
  • Orlofs og desemberuppbætur verða í ár 238.923 kr. eða samtals 477.846 kr.

Eins og áður hefur komið fram gildir samningar beggja þessara fyrirtækja afturvirkt frá 1. Janúar 2021 og nemur afturvirkni hjá starfsmönnum um eða yfir 200 þúsund krónum.

Rétt er að geta þess að fjölmörg réttindi í stóriðjusamningunum eru umtalsvert betri en gengur og gerist á hinum almenna vinnumarkaði eins og t.d. áðurnefndar orlofs og desemberuppbætur að ógleymdum veikinda- og slysarétti. Því er mikilvægt að tengja kjör þessara þjónustufyrirtækja sem starfa á iðnaðarsvæðinu við stóriðjusamning.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image