• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
May

Kynningarfundir um nýgerðan kjarasamning

Kynningafundir á nýjum kjarasamningi fyrir félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness við Elkem Ísland verða tveir og báðir verða þriðjudaginn 25. maí. Fyrri fundurinn verður haldinn í matsal Elkem Ísland á Grundartanga og hefst klukkan 13:30 og síðari fundurinn verður sama dag og hefst klukkan 19:00 og verður hann á Gamla Kaupfélaginu.

Á fundunum mun formaður félagsins fara ítarlega yfir kjarasamninginn og hvaða áhrif hann hefur á kjör starfsmanna. Einnig mun formaður gera ítarlega grein fyrir viðauka við kjarasamninginn sem mun einungis gilda fyrir félagsmenn VLFA og lýtur að auknu vali félagsmanna til að ráðstafa 3,5% af iðgjaldi í lífeyrissjóð.

Kosið verður sameiginlega um kjarasamninginn en fimm stéttarfélög eiga aðild að samningnum og verður kosningin með rafrænum hætti í gegnum island.is. Kosningin hefst klukkan 12:00 þriðjudaginn 25. maí og lýkur klukkan 12:00 miðvikudaginn 2 júní.

Hægt er að skoða kjarasamninginn hér og eftir fundina mun öll kynningin koma inn á heimasíðu félagsins. Rétt er að geta þess að slóð verður inni á heimasíðum stéttarfélaganna sem starfsmenn Elkem geta smellt á og þá opnast kosningin fyrir þá eftir að þeir hafa skráð sig inn með rafrænum skilríkjum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image