• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
07
May

Verkalýðsfélag Akraness er sterkt fjárhagslega sem félagslega

Á stjórnarfundi í fyrradag fór endurskoðandi félagsins yfir reikninga félagsins og er óhægt að segja að afkoma félagsins sé bara góð þrátt fyrir Kórónufaraldurinn og áhrifa sem af honum hlutust.

En rekstrarafgangur samstæðunnar var 133 milljónir og nemur eigið fé félagsins rétt tæpum 2 milljörðum. Rekstrartekjur félagssjóðs lækkuðu um 6,12% en það gerðu einnig rekstrargjöldin en þau lækkuðu um 4,12%.

Sjúkrasjóður greiddi um 100 miljónir í styrki og sjúkradagpeninga sem er um 13% aukning á milli ára.

Nú liggur fyrir að aðalfundur félagsins verður miðvikudaginn 26. maí og verður hann haldinn á Gamla kaupfélaginu enda liggur nú fyrir að sóttvarnaryfirvöld eru að létta á takmörkunum.

Eins og sést á þessu þá er staða Verkalýðsfélags Akraness mjög góð og sterk ekki bara fjárhagslega heldur einnig félagslega. Það liggur líka fyrir að stjórn félagsins reynir ávallt að þjónusta sína félagsmenn með eins góðri þjónustu og réttindi eins og kostur er.

Það liggur fyrir í samanburði t.d. á mörgum mikilvægum styrkjum úr sjúkrasjóði að VLFA er að standa sig mjög vel enda styrkir í sumum tilfellum töluvert hærri en hjá stærri stéttarfélögum innan SGS.

Eins og alltaf þá er það stefna stjórnar VLFA að láta félagsmenn njóta góðs af góðri afkomu félagsins og í ár er enginn undantekning þar á og eru bæði heilsueflingarstyrkur og heilsufarsskoðunarstyrkur hækkaðir. Heilsufarsskoðunarstyrkurinn hækkar um 40% og heilsueflingarstyrkurinn um 33%.

Þessu til viðbótar ákvað stjórn orlofssjóðs að félagsmenn muni eiga rétt á 10.000 kr. endurgreiðslu vegna hótelgistingar eða gistingar á tjaldsvæðum vítt og breitt um landið.

Í myndinni með þessari frétt er samburður á milli 4 stærstu stéttarfélaga og VLFA á þremur styrkjum milli félaganna og á mýndi má sjá að VLFA stendur vel að vígi í þeim samanburði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image