• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Apr

Félagsmenn munu eiga rétt á endurgreiðslu vegna hótel og dvalar á tjaldsvæðum í sumar!

Orlofsstjórn Verkalýðsfélags Akraness ákvað á fundi sínum að styðja félagsmenn í því að ferðast innanlands með því að niðurgreiða fyrir félagsmenn hótelgistingu og dvöl á tjaldsvæðum um 50% að hámarki 10.000 kr.

Þessi niðurgreiðsla gildir frá 27. maí til 1. september og er tímabundin aðgerð til að koma til móts við félagsmenn vegna áhrifa af Kórónuveirufaraldrinum.

Þessi réttindaaukning til handa félagsmönnum VLFA er ekki sú eina enda ákvað stjórn sjúkrasjóðs Verkalýðsfélags Akraness að hækka hámarksstyrkina í heilsueflingu og heilsufarsskoðun frá og með 1. maí næstkomandi. Heilsueflingarstyrkurinn hækkar úr 30.000 kr. í 40.000 kr. og heilsufarsskoðunarstyrkurinn hækkar úr 25.000 kr. í 30.000 kr.

Það er stefna stjórnar Verkalýðsfélags Akraness að bjóða félagsmönnum sínum upp á eins góða þjónustu og réttindi og kostur er. Það er mat VLFA að styrkir úr sjúkrasjóði til handa félagsmönnum séu með því besta sem gerist meðal stéttarfélaga innan ASÍ.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image