• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Mar

Farið í vinnustaðaeftirlit

Á síðasta föstudag fór formaður í svokallað vinnustaðaeftirlit á byggingarsvæði þar sem verið er að byggja tvær blokkir en áætlað er að byggingartíminn standi yfir í allt að tvö ár.

Í þessari vinnustaðaeftirlitsferð var óskað upplýsingum um vinnustaðaskírteini, ráðningarsamningum og launaseðlum og er aðalvertakinn að kalla eftir þeim upplýsingum frá undirverktökum sem ekki lágu fyrir þegar eftirlitið fór fram.

Samtarfsvilji aðalverktakans sem sér um byggingu á þessum blokkum var mjög gott og kom fram að hann leggur mikla áherslu að allir undirverktakar sem komi að verkinu uppfylli allar þær reglur og kjör sem gilda á íslenskum vinnumarkaði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image