• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Dec

Réttindi hjá Sjúkrasjóði Verkalýðsfélags Akraness

Vissir þú að félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness njóta fjölbreyttra réttinda hjá sjúkrasjóðnum í samræmi við reglugerð hans?

 

Helstu réttindi eru:

  • Sjúkradagpeningar - 80% af meðaltali þeirra heildarlauna, hámark 500.000.
  • Fæðingarstyrkur - kr. 150.000.
  • Styrkur vegna glasa-, tæknifrjóvgunar eða ættleiðingar - kr. 100.000.
  • Greiðsla vegna Heilsufarsskoðunar (t.d. krabbameinsskoðun, skoðun hjá Hjartavernd, speglanir, tannlæknar) - 50% af kostnaði að hámarki 25.000.
  • Gleraugnastyrkur - 50% af reikningi þó að hámarki 50.000. Hægt er að nýta styrkinn vegna barns félagsmanns, 50% af reikningi að hámarki kr. 22.000.
  • Heyrnartækjastyrkur - 50% af reikningi að hámarki 40.000.
  • Heilsueflingarstyrkur - 50% af reikningi að hámarki 30.000.
  • Sjúkraþjálfun/sjúkranudd hjá löggiltum sjúkraþjálfara/sjúkranuddara – 50% af reikningi að hámarki allt að 50.000. Sama rétt eiga elli- og örorkulífeyrisþegar vegna sjúkraþjálfunar/sjúkranudds, þ.e. allt að 50.000 kr. í eitt skipti.
  • Dánarbætur vegna fráfalls félagsmanns frá kr. 62.762 til 360.000.
  • Sálfræðiþjónusta / fjölskylduráðgjöf – 50% af reikningi að hámarki 50.000.
  • Göngugreining - kostnaður greiddur allt að kr. 10.000.

 

Sjá nánar hér: https://vlfa.is/index.php/sjukrasjodhur/sjukrasjodhur

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image