• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
11
Dec

Sér loks fyrir endann á 5 ára réttinda-og baráttumáli gegn Hval

Nú sér loksins fyrir endann á fimm ára réttinda-og baráttumáli fyrir dómstólum sem Verkalýðsfélag Akraness hefur háð fyrir félagsmenn sína sem störfuðu hjá Hval á vertíðunum 2013-2014 og 2015.

En eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni vann félagið mál fyrir dómstólum fyrir umrædda starfsmenn og nú er búið að reikna út þá leiðréttingu sem Hvalur þarf að greiða og ljóst að sú leiðrétting mun nema uppundir 100 milljónum til allra starfsmanna með launatengdum gjöldum. En formanni sýnist að upphæðin sem félagsmenn VLFA fá endurgreitt með dráttarvöxtum og launatengdum gjöldum nemi nálægt 70 milljónum og má áætla að félagsmenn sem störfuðu hjá Hval og tilheyrðu ekki VLFA séu að fá 30 milljónir.

Formaður er að vonast eftir að þessi leiðrétting samkvæmt dómi Landsréttar verði greidd fyrir lok næstu viku og ljóst að það verður gott fyrir félagsmenn VLFA að fá þessa leiðréttingu svona rétt fyrir jól.

Þetta langa réttinda- og baráttumál sem félagið hefur háð í fimm ár er eitt stærsta mál sem félagið hefur rekið fyrir dómstólum. Stjórn VLFA er stolt af því að hafa náð að knýja fram réttlætið í þessu máli en félagið horfir ekki á tíma né aura við að verja hagsmuni sinna félagsmanna sé minnsti grunur um að verið sé að brjóta á þeim.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image