• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Nov

Formaður fundaði með forstjóra Landsvirkjunar

Formaður félagsins átti fund með Herði Arnarssyni forstjóra Landsvirkjunar í morgun, en fundurinn var að frumkvæði forstjóra LV. Eins og margir vita hafa formaður VLFA og forstjóri LV deilt um á opinberum vettvangi hvort Landsvirkjun sé með verðlagningu sinni á raforku til orkusækins iðnaðar að ógna öryggi og lífsafkomu þeirra sem starfa í greininni í hættu.

Á fundinum skiptumst formaður VLFA og forstjóri LV á skoðunum og kom formaður VLFA því vel á framfæri að hann óttaðist um atvinnuöryggi og lífsafkomu sinna félagsmanna vegna hækkunar á raforku til stóriðjufyrirtækja á Grundartanga og fór hann einnig ítarlega yfir mikilvægi sem stóriðjufyrirtækin eru samfélaginu hér á Akranesi.

Þetta var góður fundur þótt ljóst sé að aðilar séu ekki sammála um allt, þá er ljóst að báðir aðilar eru sammála um mikilvægi orkusækins iðnaðar fyrir íslenskt samfélag.

Formaður kom því á framfæri að hann telur mikilvægt að Landsvirkjun nái saman við öll orkusækin fyrirtæki þar sem tryggt verði að stóriðja hér á landi verði samkeppnishæf við sambærilegan iðnað í þeim löndum sem við erum að bera okkur saman við.

Ef það gerist ekki eru umtalsverðar líkur á að þessi mikilvægi iðnaður leggist niður með tímanum og því mikilvægt að fyrirtæki í þessum iðnaði nái samningum við Landsvirkjun þar sem allir aðilar geti vel við unað.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image