• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
24
Aug

Þarf ekki að endurtaka kosninguna um verkfall í Norðuráli

Eins og fram kom hér á heimasíðunni þá hafði lögmaður Norðuráls óskað eftir að Verkalýðsfélag Akraness myndi aflýsa yfirvinnubanni sem félagið hafði látið kjósa um í júlí og var samþykkt með 97% atkvæða.

Verkalýðsfélag Akraness ákvað í samráði við lögmann félagsins að aflýsa bæði yfirvinnubanninu og verkfallinu vegna þess að félagið ætlaði ekki að taka þátt í lagaklækjum sem myndu ekki gera neitt annað en tefja og takmarka þann skerta verkfallsrétt sem starfsmenn hafa.

Hins vegnar tilkynnti formaður forsvarsmönnum Norðuráls að Verkalýðsfélag Akraness ætlaði að endurtaka kosninguna til að taka af allan vafa um þá lagaklæki sem félagið óttaðist að Norðurál ætlaði sér að ástunda.

Allt var klárt til að byrja kosninguna um verkfall sem myndi hefjast 1. desember nk. ef ekki yrði búið að semja fyrir þann tíma, en mikil reiði greip um sig hjá starfsmönnum með þessa kröfu Norðuráls um að aflýsa yfirvinnubanninu.

Í dag hafði forstjóri Norðuráls samband og sagði að fyrirtækið myndi ekki gera athugasemdir við kosninguna sem framkvæmd var í júlí um yfirvinnubann og verkfall að öðru leiti en því að tilkynna þurfi yfirvinnubannið með þriggja mánaða fyrirvara eins og þarf að gera með verkfallið. Eina sem breytist er að yfirvinnubannið mun ekki geta hafist 1. september heldur 1. desember eins og sjálft verkfallið.

Þetta gerir það að verkum að ekki þarf að kjósa að nýju um verkfall og yfirvinnubann og mun kosningin sem samþykkt var með 97% atkvæða, skella á 1. desember nk. ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma en og áður sagði.  Eina breytingin er því eins og áður sagði að yfirvinnubannið frestast um þrjá mánuði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image