• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Aug

Auglýsing- Kosning um verkfall hjá Norðuráli!

Kosning um verkfallsaðgerðir 

 

Kæru félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness sem starfið hjá Norðuráli athugið. 

Verkalýðsfélag Akraness hefur ákveðið að endurtaka kosningu um verkfall sem framkvæmd var í júlí og var samþykkt með 97% atkvæða þeirra sem greiddu atkvæði.  Þessi ákvörðun er tekin vegna þess að Norðurál kaus að beita fyrir sér lagaklækjum sem byggist á því að þeir telja ykkur ekki hafa heimild til að fara í yfirvinnubann frá og með 1. september. 

Þegar krafa frá lögmanni Norðuráls barst var ljóst að Verkalýðsfélag Akraness hefur ekki í hyggju að taka þátt í lagaklækjum fyrirtækisins sem hefur það markmið að tefja og torvelda þær takmörkuðu verkfallsheimildir sem starfsmenn Norðuráls hafa.  Í ljósi þess ákvað félagið að aflýsa þeim vinnustöðvununum sem kosið var um í júlí til að forðast þessa lagaklæki. 

Hins vegar hefur félagið ákveðið eins og áður sagði að endurtaka kosninguna og verður kosningin með rafrænum hætti, kosið verður um verkfall sem hefst á miðnætti 1. desember ef ekki semst fyrir þann tíma.  Framkvæmd verkfallsins  byggist á  grein 8.11.2 í kjarasamningi félagsins við Norðurál. 

Kosningin hefst á hádegi þriðjudaginn 25. ágúst og mun standa til klukkan 12 mánudaginn 31. ágúst.  Hægt verður að kjósa með því að fara á heimasíðu Verkalýðsfélags Akraness www.vlfa.is og þar verður linkur á forsíðunni sem mun bera heitið „Kosning Norðurál“.
Félagsmenn smella á linkinn og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum og þá er hægt að kjósa. 

Stöndum saman! Oft hefur verið þörf en nú er nauðsyn! 

Virðingarfyllst, 

__________________________________________ 

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness  

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image