• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Júlí

Kosningu um yfirvinnubann og verkfall hjá Norðuráli lýkur á miðvikudaginn

Verkalýðsfélag Akraness vill minna félagsmenn sína sem starfa hjá Norðuráli að kosningu um ótímabundið yfirvinnubann sem hefst á miðnætti 1. september og verkfalli sem hefst á miðnætti 1. desember lýkur á hádegi á næsta miðvikudag eða nánar tilgetið 29. júlí.

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá rann kjarasamningur starfsmanna út um síðustu áramót og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná samningi í þá rúma 6 mánuði frá því samningur rann út hefur það ekki tekist.

Krafa VLFA er að launahækkanir verði með sambærilegum hætti og um var samið í svokölluðum lífskjarasamningi en því hefur Norðurál alfarið hafnað og bjóða að byrjandalaunataxti hækki um 26.000 kr. minna en lífskjarasamningurinn kveður á um.

Slíkt er eitthvað sem VLFA mun og ætlar sér alls ekki að sætta sig við enda ekki nokkur ástæða til þess að Norðurál hækki ekki sína grunnlaunataxta eins og nánast allur íslenskur vinnumarkaður hefur undirgengist að gera. VLFA vill ítreka að félagið er ekki að fara fram á að launabreytingar á grunntöxtum hækki meira en það sem samið var um í lífskjarasamningum og því er það með öllu óskiljanlegt að þessari kröfu sé hafnað af þessu stórfyrirtæki sem er blessunarlega með nokkuð góða rekstrarstöðu um þessar mundir. En rétt er að geta þess að Norðurál hefur skilað uppundir 100 milljörðum í hagnað frá því fyrirtækið hóf starfsemi hér á landi árið 1998.

Félagið vill hvetja starfsmenn til að kjósa og nýta kosningarrétt sinn, en rétt að geta þess að hægt er að kjósa á skrifstofu Verkalýðsfélagss Akraness. Formaður gerir sér grein fyrir að kosningar yfir hásumarið er ekki besti tíminn en vegna takmörkunar á verkfallsrétti starfsmanna er félagið nauðugur kostur einn að framkvæma kosningar núna enda þarf að tilkynna verkfall með þriggja mánaða fyrirvara samkvæmt grein 8.11.2 í kjarasamningi milli aðila.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image