• Sunnubraut 13, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Júlí

Búið að greiða vangreidd laun vegna gjaldþrots Ísfisks

Eins og fram kom hér á heimsíðunni þá vann Verkalýðsfélag Akraness vangreiddar launakröfur fyrir félagsmenn sína vegna gjaldþrots Ísfisks. En nú hefur Ábyrgðarsjóður launa afgreitt kröfu félagsins og nam heildarsamþykkt sjóðsins tæpum 25 milljónum.

Það er ánægjulegt að þessum hremmingum sem starfsmenn Ísfisks urðu fyrir vegna gjaldþrots fyrirtækisins sé á enda en VLFA hljóp undir bagga með starfsmönnum vegna þess tíma sem tekur að afgreiða vangreidd laun vegna gjaldþrota. En félagið lánaði hverjum starfsmanni 250 þúsund með veði í kröfu frá Ábyrgðarsjóði launa og núna hafa starfsmenn endurgreitt félaginu Þetta lán.

Það liggur umtalsverð vinna við að reikna út launakröfur og er þetta enn eitt dæmið sem sýnir hversu mikilvægt það er fyrir launafólk að hafa aðgengi að stéttarfélögum til að verja sín réttindi.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image