• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
01
Jul

Samið um 8 tíma vaktakerfi fyrir gæslumenn á Grundartanga

Fyrir helgina gekk Verkalýðsfélag Akraness frá breytingu á vaktakerfi starfsmanna Faxaflóahafna sem starfa í hliðgæslu á Grundartanga. En í síðasta kjarasamningi var gerð bókun um að lagt yrði niður 12 tíma vaktakerfi og tekið yrði upp 8 tíma vaktakerfi eins og er hjá Elkem Ísland á Grundartanga.

Það vaktakerfi hefur reynst afar vel og eru þeir starfsmenn sem þar starfa afar ánægðir með það vaktakerfi sem byggist á því að unnar eru sex átta tíma vaktir á fimm dögum og svo fimm dagar í frí.

Þetta þýðir að dagvinnuskylda starfsmanna fer úr 173,33 í 156 tíma á mánuði og heildar vinnutímafjöldi á mánuði fer úr 182 tímum í 145,6 tíma og er hér um gríðarlega vinnutímastyttingu um að ræða.

Samningsaðilar og starfsmenn eru sammála að það sé lýðheilsumál að hætta með tólf tíma vaktakerfi enda er það afar lýjandi og slítandi að starfa eftir svoleiðis vaktakerfi til langs tíma.

Formaður er afar ánægður að tekist hafi að uppfylla umrædda bókun á tilsettum tíma og mun nýja vaktakerfið taka gildi 1. september nk. Grunnlaun gæslumanna á Grundartanga eru frá 387.473 kr. uppí 423.680 kr. og munu heildarlaun á nýja vaktarkerfinu nema frá 614.000 kr. uppí 664.000 kr. fyrir utan orlofs og desemberuppbætur.

Formaður vil þakka forstjóra Faxaflóhafna Gísla Gíslasyni innilega fyrir afar gott samstarf á liðnum árum, en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er Gísli að ljúka störfum sem forstjóri Faxaflóahafna á næstu dögum eða vikum.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image