• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
09
Jun

Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness var haldinn í dag

Rétt í þessu lauk aðalfundi Verkalýðsfélags Akraness en fundurinn var haldinn á Gamla kaupfélaginu.

Í skýrslu stjórnar fór formaður ítarlega yfir liðið starfsár og kom fram í máli hans að starfsemi og rekstur félagsins hafi á árinu 2019 gengið mjög vel. Fram kom að félagsmenn VLFA séu alls 3100 með gjaldfrjálsum félagsmönnum.

Fram kom í máli formanns að 1250 félagsmenn hafi fengið greitt úr sjúkrasjóði félagsins, 318 félagsmenn hafi nýtt sér menntastyrki frá félaginu, 328 félagsmenn nýttu sé niðurgreiðslu er lýtur að veiðikorti, útilegukorti og afsláttarmiðum á Fosshótelum og að lokum þáðu 100 eldri félagsmenn boð um dagsferð sem félagið býður eldri félagsmönnum árlega uppá.

Þetta þýðir að um 65% af heildar félagsmönnum Verkalýðsfélags Akraness nýttu sér þjónustu félagsins að einhverju leyti og eru þessi atriði fyrir utan alla aðstoð sem veitt er daglega á skrifstofu félagsins, sem og þá sem nýtta sér fría lögfræðiaðstoð sem félagið býður sínum félagsmönnum uppá. Það má klárlega færa góð og gild rök fyrir því að yfir 80% félagsmanna hafi notið þjónustu félagsins, með einum eða öðrum hætti á liðnu starfsári.

Það kom líka fram á aðalfundinum að félagið hefur fest kaup á nýju húsnæði að Þjóðbraut 1, en nýja húsnæðið er alls 311 fermetrar.  Húsnæðið er hluti af  versluninni  Model en verslunin er að minnka við sig um þessa 311 fermetra. Húsnæðið að Sunnubraut 13 þar sem skrifstofa félagsins er nú til húsa er orðið of lítið, enda er neðri hæð húsnæðisins einungis rétt rúmir 100 fermetrar. Það kom fram í máli formanns að nýja húsnæðið verður afhent um mánaðarmótin, en þá er eftir vinna við að stúka það niður, gera fundarherbergi og skrifstofur fyrir starfsmenn, en áætlað er að félagið flytji um mánaðarmótin ágúst/september. Hér er um flott framtíðarhúsnæði að ræða fyrir félagið, en rétt er að geta þess að Sunnubraut 13 fer uppí kaupverðið og einnig má það koma fram hér að eignin að Kirkjubraut 40 sem VLFA átti, var selt á þessu ári. Fjármunir af þessum sölum er síðan notaðir til að fjármagna þessi kaup og endurbætur að Þjóðbraut 1. Það er mikilvægt að félagið sé með góða staðsetningu, gott aðgengi og góða aðstöðu fyrir starfsemi sína, en félagið verður 100 ára 2024 og því mikilvægt að húsnæði félagsins uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til starfsemi stéttarfélaga nú til dags.

Það kom líka fram í skýrslu stjórnar að félagið stendur vel, bæði félagslega sem og fjárhagslega, en heildar rekstrarafgangur af allri samstæðu félagsins nam 168 milljónum og eigið fé Verkalýðsfélags Akraness nemur rúmum 1,6 milljarði.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image