• Sunnubraut 13, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
12
Maí

Félagsmenn athugið- hægt að leigja bústað í Vestmannaeyjum

Félagsmenn athugið Verkalýðsfélag Akraness mun aftur bjóða upp á leigu í bústað í Vestmannaeyjum, en bústaðurinn ber heitið Smiðjan og er við Höfðaból.  Þetta er sami bústaður og félagið hefur leigt síðastliðinn sumur og hefur notið mikilla vinsælda hjá okkar félagsmönnum.

Leigutímabilið er frá 3. Júní til 14. ágúst og núna ætlum við að prufa að leigja þennan bústað frá frá miðvikudegi til miðvikudags og sjá hvort félagsmönnum finnst það betra en að leigja frá föstudegi til föstudags eins og tíðkast með aðra bústaði.

Það þarf ekkert að fjölyrða um það að það er alltaf gaman að koma til Vestmannaeyja enda einstök náttúrufegurð hvert sem augum er litið.

Þær vikur sem eru lausar eru eftirfarandi:

 

  • 3. júní til 10. júní
  • 17. júní til 24. júní
  • 24. júní til 1. júlí
  • 1. júlí til 8. Júlí
  • 8. júlí til 15. Júlí
  • 22. júlí til 29. Júlí
  • 29. júlí til 5. ágúst
  • 5. ágúst til 12 ágúst

 

Hægt er að taka panta sumarhús inni á félagavefnum en rétt er að geta þess að nokkrar vikur eru einnig lausar í öðrum sumarhúsum í eigu Verkalýðsfélags Akraness. Til þess að sjá hvaða vikur eru lausar til útleigu í sumar smellið hér.  

(Athugið samt að þessi listi sýnir stöðuna þann 12. maí 2020)

Núna gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær!

Hlýðum Víði og ferðumst innanlands í sumar!

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image