• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
09
Apr

Samkvæmt Lífskjarasamningum hækka launataxtar um 24.000 kr. frá 1. apríl

Launataxtar Verkalýðsfélags Akraness samkvæmt Lífskjarasamningum hækkuðu um 24.000 kr. samkvæmt launatöflu í samræmi við kjarasamning stéttarfélagsins við Samtök atvinnulífsins þann 1. apríl síðastliðinn. Aðrir launaliðir sem kveðið er á um í kjarasamningi, svo sem bónusar í fiskvinnslu, hækkuðu um 2,5%.

 

Rétt er einnig að minna á að launataxtar félagsins við ríkið, Akraneskaupstað, Hvalfjarðasveit og Dvalar-og hjúkrunarheimilið Höfða, munu einnig hækka frá 1. apríl um 24.000 kr. að lágmarki.

 

Eiga hækkanirnar að koma til útborgunar í launum fyrir aprílmánuð, sem í flestum tilfellum eru greidd út eftir á eða mánaðamótin apríl-maí.  Næsta hækkun á launatöxtum í þessum kjarasamningum kemur síðan til framkvæmda 1. janúar 2021 eða eftir 8 mánuði og nemur sú hækkun einnig 24.000 kr.

 

Verkalýðsfélag Akraness hvetur félagsmenn til að gæta að því að hækkanirnar séu greiddar að fullu og birtist með réttum hætti á launaseðli aprílmánaðar þegar hann er gefinn út af atvinnurekanda.

 

Í samræmi við ofangreindan kjarasamning gildir einnig eftirfarandi frá 1. apríl.

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf skal vera 335.000 kr.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image