• Sunnubraut 13, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
27
Mars

43 starfsmönnum Skagans 3X og Þorgeir & Ellerts sagt upp störfum

Formaður fékk þau döpru tíðindi í gær að fyrirtækin Skaginn 3x og Þorgeir & Ellert hafi tilkynnt uppsagnir í dag til 43 starfsmanna hér á Akranesi vegna samdráttar. Formanni er einnig kunnugt um að 9 manns sem starfa einnig á Ísafirði hjá Skaganum 3x hafi einnig fengið uppsögn.

Það þarf ekkert að fjölyrða um að ástandið á vinnumarkaðnum mun verða gríðarlega erfitt vegna Covid 19 og þess mikla efnahagssamdráttar sem af veirunni hlýst.

Það er ljóst að ástandið ástandið á vinnumarkaðnum sé mjög alvarlegt enda liggur fyrir núna að uppundir 10 þúsund manns eru án atvinnu og yfir 11 þúsund manns eru komnir í skert starfshlutfall samkvæmt úrræði stjórnvalda. Formaður telur að atvinnuleysistölur eigi eftir að hækka umtalsvert á næstu dögum á vikum.

Vissulega eru lög um skert starfshlutfall að hjálpa til við að fyrirtæki reyni eins og kostur er að halda ráðningarsambandi við starfsfólk eins lengi og kostur er. Úrræðið er gott og formaður hvetur fyrirtæki í hvívetna að nýta sér þessi úrræði í stað þess að segja upp starfsfólki.

Það er ljóst að framundan er miklar áskoranir á íslenskum vinnumarkaði og telur formaður VLFA að það sé óumflýjanlegt að stjórnvöld, verkalýðshreyfingin og Samtök atvinnulífsins taki höndum saman sem aldrei fyrr og leiti allra leiða til að verja störfin, launafólk og heimilin.

Í þessu samhengi verðum við að vera öll tilbúin að hugsa útfyrir kassann og velta öllum leiðum upp við að verja störfin og íslensk heimili.

Formaður VLFA segir einnig að við séum öll í sama bátnum og það verða allir að róa í sömu átt til við komumst út úr þessu ölduróti sem við erum nú í og ég veit að okkur mun takast það með samstilltu róðralagi.

Formaður telur einnig mikilvægt að við stöndum öll saman í því að verja atvinnuöryggi og lífsviðurværi launafólks og afkomu heimilanna annars getur illa farið. Nú þurfum við öll sem eitt að standa saman og reyna að milda það mikla efnahagshögg sem við erum að fá á okkur tímabundið, en með samstilltu átaki stjórnvalda, verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins mun okkur takast það.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image