• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
13
Mar

Kjarasamningur undirritaður við Faxaflóahafnir

Í gær skrifaði formaður Verkalýðsfélags Akraness undir nýjan kjarasamning fyrir gæslumennina sem starfa hjá Faxaflóahöfnum. Kjarasamningurinn byggist á stórum hluta á Lífskjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði en auk þess þá lögðu starfsmenn mikla áherslu á að skipt yrði úr 12 tíma vaktakerfi yfir í 8 tíma vaktakerfi eins og Elkem Ísland er með.

En með því er vinnuskylda færð úr 182 vinnustundum á mánuði niður í 145,6 vinnustundir eða með öðrum orðum starfsmenn taka 6 vaktir á 5 dögum og eiga svo 5 daga í frí.

Það er skemmst frá því að segja að forsvarsmenn Faxaflóahafna hafi tekið afar vel í þessa hugmynd enda er það mat samningsaðila að það sé lýðheilsumál að draga úr vinnuskyldu vaktamanna og ekki sé hollt að vinna á 12 tíma vöktum.

Samið var um að skipa starfshóp þar sem viðræður verða teknar upp við að koma þessu nýja vaktakerfi á og  stefnt er að því að nýtt kerfi taki gildi eigi síðar en 1. september 2020.

Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. apríl 2019 en samningstíminn er til 30. september 2023.   Laun hækka um  17.000 kr. frá 1.apíl 2019, næst kemur 24.000 kr hækkun þann 1. apríl 2020, sem þýðir að þann 1. Apríl 2020 verður lægsti grunntaxti starfsmanna komin í 387.473 krónur og eftir 12 ára starfsreynslu í 423.680 krónur.  

Hér má sjá nýjar launatöflur og kjarasamningurinn er hér

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image