• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
13
Mar

Þrettándi kjarasamningsfundur við Norðurál var haldinn í gær

Þrettándi kjarasamningsfundurinn var haldinn með forsvarsmönnum Norðuráls í gær en núna má segja að aðeins örfá mál standi útaf svo hægt sé að ganga frá nýjum kjarasamningi.

Í gær voru kláruð þau atriði sem laut að styttingu á vinnutíma dagvinnumanna. Stytting vinnutíma dagvinnumanna er þá til viðbótar atriðinu sem búið var að klára er laut að því að skipt verði úr 12 tíma vaktakerfi yfir í 8 tíma vaktakerfi eins og allar aðrar verksmiðjur í sambærilegum iðnaði eru með.

 

Eins og áður sagði eru einungis þrjú atriði eftir að mati formanns VLFA en allt eru það mjög veigamikil atriði þar sem brugðið getur til beggja vona. En þau atriði sem standa útaf eru:

-Að launavísitalan verði áfram grunnur að launabreytingum starfsmanna eins og var í síðasta kjarasamningi.

-Ósamið er um hve margar ferðir verður greitt fyrir í 8 tíma vaktakerfinu.

-Hækkun vaktarálags á tímabilinu 17:00 til 24:00 á virkum dögum úr 30% í 33%.

 

En nú er ekkert annað en að vona að það takist að klára þessi atriði á næsta fundi, en eins og áður sagði þá getur brugðið til beggja vona í þeim efnum.

En það er óhætt að segja að COVID 19 sé að setja mark sitt á þessar viðræður því allir fundir sem eftir eru verða í gegnum fjarfundarbúnað en næsti fundur er áætlaður á næsta þriðjudag.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image