• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Mar

Ellefti samningafundurinn haldinn í gær vegna kjarasamnings Norðuráls

Í gær var haldinn ellefti kjarasamningsfundurinn með forsvarmönnum Norðuráls og var aðalumræðuefnið stytting á dagvinnutímans hjá dagvinnumönnum en ljóst er að verulegur ágreiningur er um hvort eða hvernig er hægt að koma til móts við kröfur stéttarfélaganna að stytta vinnuvikuna hjá dagvinnumönnum.

Einnig var á þessum fundi gerð bókun um að unnið skuli að breytingum á bónuskerfinu sem taki skuli gildi eigi síðar en 1. janúar 2021.

Það liggur fyrir að aðalmálið er eftir sem lýtur að launabreytingum og hvernig þeim verði háttað á samningstímanum en Norðurál hefur til þessa hafnað að miðað verði við launavísitöluna með sama hætti og gert var á síðasta samningstímabili.

Það er ljóst að sannarlega geti brugðið til beggja átta í þessu viðræðum því það er ljóst að ef Verkalýðsfélag Akraness mun ekki ná fram sínum aðalmarkmiðum í þessum viðræðum þá mun félagið ekki ganga frá samningi við forsvarsmenn Norðuráls.

Næsti fundur verður á morgun og eins og formaður hefur áður sagt þá verða þessar viðræður að fara að taka einhvern kipp enda komnir rúmir tveir mánuðir frá því kjarasamningurinn rann út.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image