• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
02
Mar

Formaður fundaði með starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands

Formaður hélt fund með starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands í dag þar sem farið var yfir stöðuna í kjaramálum félagsins við ríkið.

Það er ljóst að verulegrar óþreyju er farið að gæta hjá starfsmönnum eðlilega enda hartnær eitt ár liðið frá því að kjarasamningurinn rann út.

Formaður fór yfir stöðuna og kom fram í máli hans að strandað hafi á viðræðum er lúta að breytingum á styttingu vaktavinnu en verulegur ágreiningur hefur verið uppi hvað það varðar. Það kom einnig fram í máli formanns að vonandi fer að sjást til lands í þeim ágreiningi.

Starfsmenn hvöttu formann til að gera allt sem í hans valdi stæði til að þessi kjarasamningur yrði kláraður sem allra fyrst enda ekki ásættanlegt að vera á launabreytinga í heilt ár eins og nú er orðið í þessum samningi.

Formaður vonast að þessi samningur klárist á næstu dögum en þar til er lítið annað að gera en að bíða og vona það besta.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image