• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
26
Feb

Kjarasamningur Elkem Ísland samþykktur með 73,14%

Rétt í þessu lauk talningu um kosningu á kjarasamningi við Elkem Ísland á Grundartanga. En gengið var frá nýjum kjarasamningi þann 13. febrúar síðastliðinn og hefur kosningu um samninginn staðið  yfir frá þeim tíma en henni lauk núna í hádeginu.

Kjarasamningurinn bar þess merki  að fyrirtækið á við erfiðleika að etja þessi misserin og þá sérstaklega vegna umtalsverðar hækkunar á raforku til fyrirtækisins sem tók gildi þann 1. apríl í fyrra, en með þeim samningi er raforkuverð til fyrirtækisins að hækka um 1,3 til 1,5 milljarða á ári.

Á þessari forsendu óskaði fyrirtækið eftir að gera skammtímasamninginn til eins árs og var það gert en samningurinn skilar starfsmönnum 2,55 % launahækkun frá 1. Janúar 2020 og þremur auka orlofsdögum.

Það er skemmst frá því að segja að kjarasamningurinn var samþykktur með afgerandi hætti eða 73,14%.

Atkvæði féllu með eftirfarandi hætti:

Á kjörskrá:                          124

Þeir sem kusu:                  108 eða 87,09%

Já:                                      79 eða 73,14%

Nei:                                    28 eða 25,92%

Auðir:                                  1 eða 0,92%

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image