• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Feb

Níundi samningafundur við forsvarsmenn Norðuráls

Níundi samningafundurinn vegna kjarasamnings Norðuráls var haldinn síðasta fimmtudag. Fyrir fundinn lág orðið fyrir að samkomulag er nánast í höfn er lýtur að því að bjóða starfsmönnum möguleika á því að skipta um vaktakerfi eða úr 12 tíma kerfi yfir í 8 tíma kerfi.

Á þessum fundi var verið að ræða möguleika á því að stytta vinnuvikuna hjá dagmönnum en það er ljóst að þær hugmyndir sem fyrirtækið lagði fram í þeim efnum var algerlega hafnað samstundis. Samninganefnd stéttarfélaganna hafa aðrar hugmyndir uppi hvað varðar styttingu á vinnuvikunni hjá dagvinnumönnum.

Örlítið var rætt um bónuskerfi starfsmanna en líklegast er að gerð verði bókun um að það skuli endurnýjað í samvinnu við trúnaðarmenn en á meðan sú vinna fer fram gildi gamla bónuskerfið sem hefur á samningstímanum verið að gefa á bilinu 7-8%

Ekki er enn farið að ræða aðalkröfuna sem lýtur að beinum launahækkunum starfsmanna og lýsti formaður VLFA því yfir á fundinum að honum finnist þessar viðræður ganga og hægt enda að verða tveir mánuðir frá því kjarasamningur á milli aðila rann út.

Á þessari forsendu var ákveðið að setja niður tvo fundi í þarnæstu viku þar sem forsvarsmenn Norðuráls eru uppteknir í komandi vinnuviku.

Nú er ljóst að það fer að draga til tíðinda um hvort okkur takist að landa nýjum samningi eða ekki en eins og margoft hefur komið fram þá er það ófrávíkjanleg krafa frá starfsmönnum að haldið verði áfram að miða við launavístölu Hagstofunnar hvað launabreytingar varðar.

Það er ljóst að forsvarsmenn hafa hafnað að miða við launavísitöluna eins og gert var í síðasta kjarasamningi og því allt eins líklegt að menn nái ekki saman en tíminn einn mun leiða það í ljós.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image