• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
22
Feb

Kjarasamningur við Elkem Ísland kynntur starfsmönnum

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðu félagsins þá var skrifað undir nýjan kjarasamning við Elkem Ísland 13. Apríl síðastliðinn og á síðasta miðvikudag kynnti formaður VLFA samninginn fyrir starfsmönnum.

En tveir kynningarfundir voru haldnir á Gamla kaupfélaginu þar sem formaður fór yfir innihald samningsins en gildistími samningsins er einungis eitt ár og rennur út um næstu áramót.

Kjarasamningurinn er með svona stuttan gildistíma vegna þess að fyrirtækið treystir sér ekki í lengri samning vegna óvissu í raforkumálum en eins og fram hefur komið fékk fyrirtækið umtalsverða hækkun á raforkusamningum við Landsvirkjun en hún nemur um 1,3 milljarði á ári.

Þessi kjarasamningur er því gerður í ljósi þessara aðstæðna og munu laun starfsmanna hækka um 2,5% frá 1. janúar 2020 auk þess verður orlof starfsmanna aukið og tvær svokallaðir skilavaktir aflagðar.

Kosningu um kjarasamninginn lýkur á næsta miðvikudag.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image