• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Feb

Verkalýðsfélag Akraness lánar fyrrverandi starfsmönnum Ísfisk tæpar 10 milljónir

Rétt í þessu gekk Verkalýðsfélag Akraness frá lánagreiðslum til 35 fyrrverandi starfsmanna Ísfisk sem ekki höfðu fengið laun né uppsagnarfrestinn sinn greiddan frá fyrirtækinu frá því í september í fyrra.

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni þá var Ísfiskur tekið til gjaldþrotaskipta nýverið og því var orðið endalega ljóst að vangreidd laun myndi ekki verða greidd frá fyrirtækinu. Margir starfsmenn hafa eðlilega lent í miklum hremmingum vegna þessa eins og alltaf gerist þegar fyrirtæki verða gjaldþrota.

Verkalýðsfélag Akraness hefur nú unnið að því útbúa launakröfur fyrir félagsmenn sína í þrotabú fyrirtækisins og nema þær kröfur um 42 milljónum króna, en ef ekkert verður til í þrotabúi fyrirtækisins mun Ábyrgðarsjóður launa ábyrgjast vangreidd laun starfsmanna.

Í ljósi þessara hremminga og vandræða sem þetta hefur valdið fyrrverandi starfsmönnum Ísfisks ákvað stjórn Verkalýðsfélags Akraness að lána öllum starfsmönnum sem vildu lán að fjárhæð 250 þúsund með veði í kröfu á Ábyrgðarsjóð launa.

Stór hluti starfsmanna þáðu þetta boð félagsins og nemur lánveitingin tæpum 10 milljónum króna og er stjórn félagsins mjög ánægð með að geta aðstoðað þessa félagsmenn sína, sem hafa sumir hverjir þurft að taka yfirdráttarlán til aðgeta framfleytt sér og sínum.

Það er stefna stjórnar að standa ætíð með sínum félagsmönnum þegar svona mál koma upp en þetta er í þriðja sinn sem félagið hleypur undir bagga með sínum félagsmönnum þegar fyrirtæki sem það starfar hjá fer í gjaldþrot.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image