• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
14
Feb

Kjarasamningur við Elkem Ísland undirritaður í gær

Í gær undirritaði Verkalýðsfélag Akraness, ásamt trúnaðarmönnum og hinum stéttarfélögunum sem eiga aðild að kjarasamningi Elkem Ísland undir nýjan kjarasamning við forsvarsmenn Elkem.

Það er skemmst frá því að segja að kjarasamningurinn gildir einungis til næstu ármóta sem var ósk fyrirtækisins. En eins og kom fram hér á heimsíðunni í október á síðasta ári þá hækkaði raforkusamningur fyrirtækisins við Landsvirkjun gríðarlega eða sem nam 1,3 milljarði á ári.

Forstjóri Elkem sagði í kjölfarið á fundi að fyrirtækið þyrfti að grípa til róttækra hagræðingaraðgerða m.a. með því að fækka starfsmönnum um 15%. Hann sagði einnig að framtíð fyrirtækisins myndi ráðast á næstu 12 til 14 mánuðum og á þessari forsendu treysti fyrirtækið sér ekki til að gera lengri kjarasamning.

Þessi kjarasamningur er því gerður í ljósi þessara aðstæðna og munu laun starfsmanna hækka um 2,5% frá 1. Janúar 2020 auk þess verður orlof starfsmanna aukið og tvær svokallaðir skilavaktir aflagðar.

Verkalýðsfélag Akraness mun kynna kjarasamninginn næsta miðvikudag (19. febrúar) og verða tveir fundir haldnir á Gamla Kaupfélaginu, en sá fyrri hefst klukkan 13:00 og sá síðari klukkan 18:30.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image