• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
05
Feb

Sjöundi samningafundur við Norðurál haldinn í dag

Í dag var sjöundi kjarasamningsfundurinn með forsvarsmönnum Norðuráls haldinn en þetta var ágætis fundur.

Eins og fram hefur komið þá er eitt að aðalverkefnum í þessum viðræðum að kanna og reyna hvort hægt sé að ná niðurstöðu um að breyta vaktakerfi í kerskála og steypuskála úr 12 tíma vöktum í 8 tíma vaktir eins og tíðakast í öllum sambærilegum verksmiðjum.

Það er skemmst frá því að segja að við sjáum til lands í þeirri vinnu og er upplagið nánast frágengið og því orðið ljóst að vaktavinnufólk mun fá tækifæri til þess að kjósa um hvort fólk vilji óbreytt 12 tíma vaktakerfi eða fara yfir á 8 tíma fjölskylduvænna og manneskjulegra vaktakerfi.

Nú liggur fyrir að ræða þarf önnur kjaraatriði eins og launabreytingar en þar er ófrávíkjanleg krafa frá starfsmönnum að halda áfram að miða launabreytingar við launavísitöluna.

Næsti fundur verður í næstu viku en vonast formaður til þess að eftir hálfan mánuð eða svo verði kominn á nýr kjarasamningur til handa starfsmönnum Norðuráls.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image