• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
29
Jan

Sjötti samningafundur við Norðurál var í gær

Í gær var haldinn sjötti kjarasamningafundurinn með forsvarsmönnum Norðuráls og hafa viðræðurnar gengið þokkalega til þessa.

Aðalfókusinn á síðustu fundum hefur verið á þær hugmyndir að breyta vaktakerfinu í kerskála og steypuskála - úr 12 tíma vaktakerfi í 8 tíma vaktakerfi eins og tíðkast í öllum sambærilegum verksmiðjum í orkusæknum iðnaði.

En hér yrði um gríðarlega breytingu um að ræða ef samkomulag næst en í 12 tíma vaktakerfinu eru starfsmenn að skila 182 vinnustundum á mánuði en í 8 tíma vaktakerfinu er starfsmenn að skila 145,6 vinnustundum á mánuði.

Þetta myndi leiða af sér að á nýju 8 tíma vaktakerfi myndu starfsmenn skila að meðaltali að frádregnu orlofi 1552 vinnustundum í stað 1876 vinnustundum á ári,  sem þýðir að vaktavinnumenn í Norðuráli myndu vinna 324 vinnustundum minna en þeir gera á 12 tíma vaktakerfinu. Sem þýðir einnig að starfsmenn skila að jafnaði 27 vinnustundum minna á mánuði eða heilum 2 mánuðum minna á ári en í 12 tíma vaktakerfinu.

Það er morgunljóst og sést á öllum hinum verksmiðjunum að þetta 8 tíma vaktakerfi er mun manneskjulegra og fjölskylduvænna að ógleymdu því að það er lýðheilsumál að draga úr miklu vinnuframlagi vaktavinnufólks sem vinnur alla daga ársins jafnt að degi, kveldi eða nóttu.

Hins vegar liggur fyrir að aðalkrafa starfsmanna NA er að samið verði með sama hætti og í síðasta kjarasamningi hvað launabreytingar varðar en þar verið að tala um að laun starfsmanna Norðurál hækki í takt við launavísitölubreytingar.

Næsti fundur hefur verið boðaður þriðjudaginn 4  febrúar.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image