• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
23
Jan

100% þeirra sem kusu um kjarasamning Verkalýðsfélags Akraness við Samband íslenskra sveitafélaga sögðu já!

Rétt í þessu lauk kosningu Verkalýðsfélags Akraness vegna kjarasamnings félagsins við Samband íslenskra sveitafélaga, en þeir sem heyra undir þennan kjarasamning eru félagsmenn VLFA sem starfa hjá Akraneskaupstað, Hvalfjarðasveit og dvalar-og hjúkrunarheimilinu Höfða.

Það er skemmst frá því að segja að gríðarleg ánægja er með samninginn, sem endurspeglast í því að allir þeir sem kusu um samninginn sögðu já við samningum.

Það er afar ánægjulegt að sjá, að þeir félagsmenn sem heyra undir þennan kjarasamning við sveitafélögin skuli vera sammála forystu félagsins um ágæti þessa samningsins. Það er mat formanns félagsins að þessi samningur sé félagsmönnum afar góður þar sem verið er að stíga þétt og jöfn skerf í því að lagfæra kjör þeirra sem starfa hjá sveitafélögunum, en byggist á hugmyndafræðinni sem samið var um í Lífskjarasamningum.

Þessi niðurstaða gerir það að verkum að um næstu mánaðarmót munu starfsmenn fá eingreiðslu og afturvirkni sem hljóðar samtals uppá 151.000 krónur fyrir fullt starf sem og að laun munu hækka að lágmarki um 17.000 kr.

.

Á kjörskrá voru: 402 og 62 kusu eða 15,42%  - JÁ sögðu 62 eða 100%  Vissulega hefði þátttaka í atkvæðagreiðslu samningsins mátt vera meiri en engu að síður er niðurstaðan afdráttarlaus og það er forysta Verkalýðsfélags Akraness gríðarlega ánægð með.

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image