• Þjóðbraut 1, 300 Akranes
  • Mán - Fim: 8:00 - 16:00, Föstudaga 08:00 - 15:15
21
Jan

Samninganefnd Sjómannasambands Íslands samþykkti ályktun

Í gær kom samninganefnd sjómanna saman í húsakynnum Alþýðusambands Íslands, en á þessum fundi var samninganefndin að leggja lokahönd á kröfugerð á hendur samninganefnd Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Algjör samstaða var um kröfugerðina og var hún samþykkt með öllum greiddum atkvæðum samningarnefndarmanna.

Það er ljóst að þetta verða erfiðar viðræður en eitt að aðalmálunum lýtur að verðlagningu á sjávarafurðum sem og að sjómenn fái eins og aðrir launamenn sama framlag í lífeyrissjóð en sjómönnum vantar 3,5% upp á.

Á fundinum í gær var mikið rætt um verðlagningu á uppsjávarafla og þann gríðarlega verðmun sem er á milli Íslands, Noregs og Færeyja íslenskum sjómönnum í óhag.

Á fundinum var samþykkt ályktun sem bar heitið „Glataðir milljarðar“.

 

Ályktunin er eftirfarandi:

 

Glataðir milljarðar?

„Samninganefnd Sjómannasambands Íslands skorar á íslensk stjórnvöld að láta fara fram óháða rannsókn á söluvirði afurða í íslenskum sjávarútvegi.

Miðað við fréttir undanfarinna mánaða má ætla að milliverðlagning á sjávarfangi sé mjög algeng. Ætla má að íslenskt þjóðarfélag verði af gríðarlegum fjármunum ef rétt reynist. Það er því skýlaus krafa samninganefndar Sjómannasambands Íslands að fram fari vönduð, óháð opinber rannsókn á endanlegu söluvirði útflutnings sjávarafurða og hvað af raunverulegum verðmætum skilar sér til Íslands.

Einnig áréttar samninganefnd Sjómannasambands Íslands áhyggjur sínar af endurvigtunarleyfum fiskvinnsluhafa á Íslandi. Ítrekað hefur verið sýnt fram á mismun á ísprósentu. Mjög mikill munur hefur verið staðfestur ef Fiskistofa stendur yfir eða ekki.

Í þessum málum báðum eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir bæði sjómenn og þjóðfélagið í heild sinni“

Fréttir

Style Switcher
Layout Style
Predefined Colors
Background Image